Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp annað mark Bayer Leverkusen í 2:0-sigri á Jena í efstu deild kvenna í þýska fótboltanum í kvöld.
Leverkusen er í fjórða sæti með 33 stig þegar 16. umferðir eru búnar, fimm stigum á eftir Frankfurt og Wolfsburg í öðru og þriðja sæti.
Karólína byrjaði á bekknum en kom inn á eftir klukkustund og lagði upp annað mark liðsins þrettán mínútum síðar með hornspyrnu.