Kristianstad er á toppi 4. riðils í sænsku bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 1:0-sigur á Örebro í dag.
Kristianstad er með fullt hús stiga eftir tvo leiki og þær Alexandra Jóhannsdóttir, Katla Tryggvadóttir og Guðný Árnadóttir spiluðu allan leikinn.
Bryndís Arna Níelsdóttir leikmaður Vaxjö og María Catharína Ólafsdóttir Grós leikmaður Lingköping voru báðar í byrjunarliði þegar liðin gerðu 2:2-jafntefli í bikarnum í dag. Linköping er í fjórða og neðsta sæti með eitt stig og Vaxjö er með eitt stig í næstneðsta í riðli 1.