Mbappé heldur áfram að skora

Kylian Mbappe skoraði fyrra mark Real í dag.
Kylian Mbappe skoraði fyrra mark Real í dag. AFP/Thomas Coex

Real Madrid hafði betur gegn Rayo Vallecano, 2:1, í 1. deild karla í knattspyrnu á Spáni í Madrid í dag.

Real er með 57 stig í öðru sæti, jafn mörg stig og topplið Barcelona sem er með betri markatölu og á leik til góða.

Kylian Mbappé kom Real yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum og fjórum mínútum síðar bætti Vinicius Junior við öðru marki eftir stoðsendingu frá Luka Modric.

Pedro Diaz minnkaði muninn fyrir Rayo Vallecano í uppbótartíma fyrri hálfleiks en hvorugu liðinu tókst að skora í seinni og leikurinn endaði 2:1.

Mbappé er með 17 mörk og þrjá stoðsendingar á tímabilinu hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert