Knattspyrnumaðurinn Aleksandar Mitrovic var fluttur á spítala eftir 2:0-sigur hans og liðsfélaga hans í Al-Hilal á Al-Fayha í efstu deild Sádi-Arabíu í fótbolta um helgina.
Serbinn kvartaði yfir óvenjuhröðum hjartslætti og var fluttur rakleiðis á næsta sjúkrahús í skoðun.
Í henni kom ekkert óeðlilegt í ljós en framherjinn æfði þó ekki með liði sínu í dag en ætti að vera klár þegar Al-Hilal mætir Pakhtakor frá Úsbekistan í Meistaradeild Asíu annað kvöld.