Glæsilegt mark Alberts (myndskeið)

Albert skorar markið fallega.
Albert skorar markið fallega. AFP/Carlo Hermann

Albert Guðmundsson skoraði glæsilegt mark fyrir Fiorentina er liðið mátti þola tap, 2:1, á útivelli gegn Napólí í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Albert minnkaði muninn í 2:1 á 66. mínútu með fallegu skoti utan teigs en því miður fyrir Albert og félaga dugði það skammt.

Íslenski landsliðsmaðurinn lék allan leikinn fyrir Fiorentina, sem er í áttunda sæti með 45 stig eftir 28 leiki.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert