Knattspyrnustjarnan Neymar var ekki með Santos þegar liðið tapaði fyrir Corinthians, 2:1, í brasilíska fótboltanum í gærkvöldi.
Neymar er nýkominn aftur til uppeldisfélags síns Santos en hann kom til liðsins frá Al Hilal í Sádi-Arabíu eftir að hafa nánast ekkert spilað vegna meðisla.
Neymar hefur mikið glímt við meiðsli síðustu ár en hann var ekki með í gærkvöldi vegna lítilla meiðsla.
„Ég vildi svo mikið vera með og hjálpa liðinu en á fimmtudaginn fann ég fyrir einhverju og gat því ekki verið með í dag.
Þetta er versti hluti fótboltans, en ég mun koma til baka enn sterkari,“ skrifaði Neymar á Instagram.