Norðmenn hissa á Íslendingnum

Ólafur Guðmundsson er leikmaður Aalesund.
Ólafur Guðmundsson er leikmaður Aalesund. Ljósmynd/Aalesund

Venja knattspyrnumannsins Ólafs Guðmundssonar að æfa í síðbuxum hefur komið liðsfélögum hans í Aalesund á óvart. 

Ólafur gekk í raðir Aalesund í byrjun árs frá FH en hann var í viðtali við heimsíðu félagsins. Hann hefur ávallt æft í síðbuxum vegna veðursins á Íslandi og gerir það enn þó að gott veður sé úti. 

Norðmönnum finnst það óvenjulegt en Ólafur útskýrði af hverju. 

„Eins og þið vitið þá er ég frá Íslandi og það er alltaf kalt þar. Ég hef ávallt æft í síðbuxum og eri enn því ég er svo vanur því. 

Mér finnst þægilegra að æfa í síðbuxum, þó það sé ekki kalt lengur,“ svaraði Ólafur brosandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert