Þjóðverjinn Marc-André ter Stegen, markvörður og fyrirliði hjá spænska knattspyrnustórveldinu Barcelona, hefur sakað blaðamenn í Katalóníu um að ljúga upp á eiginkonu sína.
Ter Stegen og kona hans Daniela standa í skilnaði en Catalunya Radio, ríkisrekinn fjölmiðill, sakaði hana um framhjáhald.
Ter Stegen harðneitar þessum fréttum og sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í dag. Þar nafngreinir hann blaðamennina Juliönu Canet, Roger Carandell og Mörtu Montaner og sakar þá um lygar.
Jafnframt segir ter Stegen að hann og Daniela skilji við í sáttu.