Salan á Orra að reynast dýrkeypt

Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson mbl.is/Eyþór

FC Kaupmannahöfn er dottið úr efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir tvö jafntefli í röð.

Elías Rafn Ólafsson og samherjar hans hjá Midtjylland eru nú á toppnum með 42 stig, einu stigi meira en Kaupmannahöfn eftir 21 umferð.

Danski blaðamaðurinn Troels Thogersen skrifaði pistil á Tipsbladet, þar sem hann fer yfir leikina tvo, en FCK gerði fyrst 0:0-jafntefli gegn Aalborg á útivelli 2. mars og svo 1:1 við Sönderjyske á heimavelli í gær.

Þar segir hann að salan á íslenska framherjanum Orra Steini Óskarssyni til Real Sociedad sé að reynast liðinu dýrkeypt.

„FCK missti ekki toppsætið út af þessum tveimur leikjum, því liðið hefur tapað stigum í fleiri leikjum á tímabilinu.

Ákvörðunin að selja Orra til Real Sociedad þegar félagaskiptaglugginn var að loka er dýrkeypt núna því liðið fékk ekki nægilega góða leikmenn í staðinn,“ skrifar hann m.a.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert