Júlíus Magnússon spilaði allan leikinn í svekkjandi tapi Elfsborg fyrir Svíþjóðarmeisturum Malmö, 1:0, eftir framlengdan leik í átta liða úrslitum sænska bikarsins í fótbolta í Malmö í kvöld.
Júlíus, sem er nýkominn til Elfsborg, er strax kominn í stórt hlutverk en hann spilaði allar 120 mínúturnar.
Hjá Malmö voru Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen báðir fjarverandi.