Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson og liðsfélagar hans í Noah styrktu stöðu sína á toppi armensku deildarinnar í knattspyrnu með útisigri á Gandzasar, 3:0, í dag.
Noah er í efsta sætinu með 49 stig, fimm stigum á undan Urartu og með leik til góða.
Guðmundur lék allan leikinn í liði Noah.