Gætu átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisvist

Sjö heilbrigðisstarfsmenn koma fyrir rétt á morgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, þar sem dómsmál gegn þeim verður tekið fyrir en þau eru grunuð um að eiga aðild að dauða knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en um er að ræða bæði lækna og hjúkrunarkonur sem sáu um reglubundið eftirlit með Maradona eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í nóvember árið 2020.

Maradona lést þann 25. nóvember árið 2020 en hann var lagður inn á sjúkrahús þann 2. nóvember og gekkst undir aðgerð degi síðar. Níu dögum síðar var hann svo útskrifaður af sjúkrahúsinu en hann lést úr hjartaáfalli.

Heilbrigðisstarfsfólkið var ákært fyrir manndráp af gáleysi í maí árið 2021 og gætu átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisvist, verði þau fundin sek.

Diego Maradona.
Diego Maradona. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert