Inter Mílanó og Bayern München eru komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir sannfærandi sigra í einvígjum sínum í 16-liða úrslitum. Þau mætast í næstu umferð.
Bayern vann landa sína í Leverkusen á útivelli, 2:0. Bayern vann fyrri leikinn 3:0 og einvígið 3:1. Inter vann Feyenoord 2:1 og einvígið samanlagt 4:1.
Harry Kane gerði fyrra mark Bayern á 52. mínútu og Alphonso Davies það seinna á 71. mínútu. Bayern fékk fjölmörg færi til að bæta við marki og var sigurinn ekki í mikilli hættu.
Marcus Thuram kom Inter yfir gegn Feyenoord á heimavelli strax á 8. mínútu en Jakub Moder jafnaði úr víti á 42. mínútu. Hakan Calhanoglu skoraði svo sigurmark Inter úr öðru víti á 51. mínútu.