„Bæði lið áttu skilið að fara áfram“

Luis Enrique kátur eftir sigurinn í gærkvöldi.
Luis Enrique kátur eftir sigurinn í gærkvöldi. AFP/Oli Scarff

Luis Enrique, knattspyrnustjóri Parísar SG, var að vonum hæstánægður með að hafa slegið Liverpool úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með sigri í vítaspyrnukeppni á Anfield í gærkvöldi en fannst sem heimamenn hafi verið óheppnir.

Fyrri leiknum í París í síðustu viku lauk með 1:0-sigri Liverpool þar sem PSG var mun sterkari aðilinn. PSG var svo 1:0 yfir eftir venjulegan leiktíma og framlengingu í gærkvöldi þar sem Liverpool velgdi Frökkunum oft undir uggum. PSG vann svo 4:1 í vítaspyrnukeppni.

„Bæði lið áttu skilið að fara áfram í næstu umferð. Þeir spiluðu betur en við hérna en mér fannst sem lið mitt hafi á Anfield, á sérstökum leikvangi, sýnt mikinn persónuleika og karakter.

Það sýndi mjög bersýnilega liðið sem við erum,“ sagði Enrique í samtali við Amazon Prime eftir leikinn í gærkvöldi. PSG mætir Aston Villa eða Club Brugge í átta liða úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert