Hákon og félagar úr leik

Hákon Arnar Haraldsson fylgist með samherja sínum Ismaily tækla Karim …
Hákon Arnar Haraldsson fylgist með samherja sínum Ismaily tækla Karim Adeyemi leikmann Dortmund. AFP/Francois Nascimbeni

Lille er úr leik í Meistaradeild karla í knattspyrnu eftir tap fyrir þýska liðinu Dortmund, 2:1, á heimavelli í Frakklandi í 16-liða úrslitunum í kvöld. 

Dortmund er þar með komið í átta liða úrslitin og mætir þar Barcelona.

Fyrri leiknum lauk með 1:1-jafntefli en þá skoraði landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson mark Lille-manna. 

Jonathan David kom Lille yfir á strax á fimmtu mínútu leiksins en snemma í seinni hálfleik fékk Dortmund víti sem Emre Can skoraði úr. 

Á 65. mínútu kom síðam Maximilian Beier Dortmund yfir, 2:1, með glæstu marki. 

Hákon var á sínum stað í byrjunarliði Lille en var tekinn af velli á 83. mínútu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert