Albert skoraði gegn Sverri

Albert Guðmundsson ásamt liðsfélögum.
Albert Guðmundsson ásamt liðsfélögum. Ljósmynd/@acffiorentina

Albert Guðmundsson skoraði annað mark Fiorentina í sigri liðsins á Panathinaikos, 3:1, í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í Flórens í kvöld. 

Með sigrinum tryggði Fiorentina sig áfram í átta liða úrslitin en Panathinaikos vann fyrri leikinn, 3:2, og Fiorentina því samanlagt 5:4. 

Mark Alberts kom á 24. mínútu en hann fór af velli á þeirri 60. Sverrir Ingi spilaði hins vegar allan leikinn í liði Panathinaikos. 

Chelsea vann þá FC Köbenhavn, 1:0, í Lundúnum. Sigurmarkið skoraði Kiernan Dewbury-Hall á 55. mínútu en Chelsea vann einvígið samanlagt, 3:1. 

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var á bekknum hjá Köbenhavn. 

Annara eru Jagiellonia Bialystok og Legia Varsjá frá Póllandi, Djurgården frá Svíþjóð, NK Celje frá Slóveníu, Rapid Vín frá Austurríki og Real Betis komin áfram. 

Átta liða úrslitin: 

Chelsea - Legia Varsjá/Molde

Djurgården - Rapid Vín 

Real Betis - Jagiellonia Bialystok 

NK Celje - Fiorentina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert