Gianluigi Donnarumma var valinn leikmaður vikunnar í Meistaradeild karla í knattspyrnu.
Donnarumma var hetja París SG þegar liðið sló út Liverpool í vítaspyrnukeppni eftir að liðin höfðu gert jafntefli, 1:1, samanlagt.
Donnarumma, sem átti einnig stórleik í seinni hálfleik, varð tvær vítaspyrnur, frá Darwin Núnez og Curtis Jones, en París SG skoraði úr öllum sínum.
Donnarumma og París SG mæta Aston Villa í átta liða úrslitunum.