19% líkur hjá Manchester United

Manchester United er þriðja líklegasta liðið til að vinna Evrópudeildina …
Manchester United er þriðja líklegasta liðið til að vinna Evrópudeildina samkvæmt Euro Club Index. AFP/Darren Staples

Manchester United er þriðja líklegasta liðið til að vinna Evrópudeild karla í knattspyrnu. 

Þetta er mat Euro Club Index sem sérhæfir sig í að taka saman tölfræði og spá fyrir. 

Hjá miðlinum er United með 19% líkur á að vinna Evrópudeildina en spænska liðið Athletic Bilbao er talið sigurstranglegast með 24% líkur. Úrslitaleikurinn fer fram á heimavelli Bilbao í Baskalandi. 

Ítalska liðið Lazio er síðan næstlíklegast með 22% sigurlíkur og Tottenham er fjórða líklegast með 14%. 

Listinn í heild sinni:

Athletic Bilbao - 24%
Lazio - 22%
Manchester United - 19%
Tottenham - 14%
Eintracht Frankfurt - 10%
Lyon - 8%
Bodö/Glimt - 2%
Rangers - 2%

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert