Glódís þurfti aðhlynningu og fór af velli

Glódís Perla Viggósdóttir fór af velli á 53. mínútu.
Glódís Perla Viggósdóttir fór af velli á 53. mínútu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, fór af velli á 53. mínútu í leik Þýskalandsmeistara Bayern München gegn Wolfsburg í stórleik efstu deildar Þýskalands. 

Glódís Perla lenti saman með markverði sínum Enu Mahmutovic eftir aðeins þriggja mínútna leik en gat haldið áfram. 

Fimmtíu mínútum síðar fór hún af velli en ekki er ljóst hvort það sé tengt því sem gerðist í byrjun leiks. 

Staðan er 2:0 fyrir Bayern eftir 65 mínútur en Sveindís Jane Jónsdóttir er enn á bekknum hjá Wolfsburg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert