Ronaldo getur bætt metin

Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarkinu gegn Íslandi í 200. landsleiknum sem …
Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarkinu gegn Íslandi í 200. landsleiknum sem hann lék á Laugardalsvellinum. mbl.is/Eyþór Árnason

Cristiano Ronaldo getur enn bætt við fjölda leikja og marka fyrir portúgalska landsliðið í knattspyrnu í næstu viku.

Ronaldo, sem varð fertugur í vetur, er í nýjum landsliðshópi sem Roberto Martínez hefur tilkynnt fyrir leiki liðsins gegn Danmörku í átta liða úrslitum Þjóðardeildar Evrópu.

Fyrri leikurinn fer fram á Parken í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöldið kemur, 20. mars, og sá seinni í Lissabon þremur dögum síðar.

Ronaldo hefur leikið 217 landsleiki fyrir Portúgal og skorað í þeim 135 mörk en hann er bæði leikja- og markahæsti landsliðsmaður heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert