Suárez og Messi sáu um mörkin

Lionel Messi fagnar ásamt samherjum eftir að hafa skorað seinna …
Lionel Messi fagnar ásamt samherjum eftir að hafa skorað seinna mark Inter Miami í nótt. AFP/Kevin C. Cox

Luis Su­árez og Li­o­nel Messi voru báðir á skot­skón­um í nótt þegar banda­ríska liðið In­ter Miami tryggði sér sæti í átta liða úr­slit­um Meist­ara­keppni Norður- og Mið-Am­er­íku í knatt­spyrnu.

In­ter fór til King­st­on, höfuðborg­ar Jamaíku, og vann þar heima­menn í Ca­valier, 2:0, og þar með ein­vígi liðanna 4:0 sam­an­lagt.

Su­árez skoraði fyrra markið úr víta­spyrnu á 37. mín­útu. Messi kom inn á í hans stað á 53. mín­útu og inn­siglaði síðan sig­ur In­ter með marki í upp­bót­ar­tíma leiks­ins.

In­ter mæt­ir öðru banda­rísku liði, Los Ang­eles FC, í átta liða úr­slit­um keppn­inn­ar. Þangað eru kom­in fjög­ur lið frá Mexí­kó, þrjú frá Banda­ríkj­un­um og eitt frá Kan­ada.

Lionel Messi á leið inn á völlinn í Kingston í …
Li­o­nel Messi á leið inn á völl­inn í King­st­on í nótt. AFP/​Kevin C. Cox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert