Fanney áfram í bikar

Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir. Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir og stöllur í Häcken tryggðu sér sæti í undanúrslitum í sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir 4:2 sigur á Djurgården.

Häcken vann alla síða leiki í riðli 2 og fékk aðeins þrjú mörk á sig en skoraði 16 mörk.

Fanney Inga var í byrjunarliði eins og hún hefur verið undanfarið en hún kom til liðsins frá Val í október á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert