Damir Muminovic og félagar hans í DPMM töpuðu 5:1 gegn Hougang í A-riðli í bikarkeppni Singapúr í knattspyrnu í dag.
Þetta var fyrsta tap liðsins í bikarkeppninni en liðið er með sjö stig á toppi riðilsins þegar fjórar umferðir eru búnar.
Liðið mætir næst toppliði Lion City Sailors í deildinni en DPMM er í sjöunda sæti deildarinnar með 25 stig eftir jafnmargar umferðir.