Mbappé skaut Real á toppinn

Kylian Mbappé fagnar marki sínu í kvöld.
Kylian Mbappé fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Jose Jordan

Kyli­an Mbappé var hetja Real Madrid í 2:1-sigri liðsins gegn Vill­ar­real í efstu deild spænska fót­bolt­ans í kvöld.

Arg­entínumaður­inn Juan Foyth kom heima­mönn­um yfir á sjö­undu mín­útu. Mbappé jafnaði met­in á 17. mín­útu og aðeins sex mín­út­um síðar kom hann Madríd­ing­um yfir, 2:1.

Fleiri urðu mörk­in ekki í leikn­um og Real Madrid vann góðan 2:1-sig­ur.

Með sigr­in­um fór Real á topp deild­ar­inn­ar með 60 stig, þrem­ur stig­um meira en Barcelona í öðru sæti með tvo leiki til góða. Vill­ar­real er í fimmta sæti með 44 stig.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert