Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille máttu þola naumt 1:0-tap gegn Nantes í 1. deild Frakklands í knattspyrnu í dag.
Hákon var á sínum stað í byrjunarliði Lille en var tekinn út af á 73. mínútu. Skömmu síðar fékk Jean-Charles Castelletto, leikmaður Nantes, rautt spjald.
Það kom ekki að sök en á 83. mínútu skoraði Mostafa Mohamed sigurmark Nantes.
Lille situr áfram í fimmta sæti með 44 stig en Nantes er í 14. sæti með 27 stig.