Neymar dregur sig úr landsliðshópnum

Neymar er meiddur í læri og getur ekki tekið þátt …
Neymar er meiddur í læri og getur ekki tekið þátt í næsta landsliðsverkefni Brasilíu. AFP/Nelson Almeida

Knattspyrnumaðurinn Neymar hefur dregið sig úr brasilíska landsliðshópnum en liðið mætir Kólumbíu og Argentínu í undankeppni HM í lok mars.

Neymar var valinn í fyrsta sinn í landsliðið í 17 mánuði en meiddist og getur ekki tekið þátt í verkefninu.

Hinn 18 ára gamli Endrick kemur í hans stað en hann spilar með Real Madrid í 1. deild á Spáni.

Ederson, markmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, og Danilo sem spilar með Rangers í Skotlandi eru einnig að glíma við meiðsli og þurfa að draga sig úr hópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert