Barcelona komst á topp spænsku 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld með því að sigra Atlético Madrid, 4:2, á útivelli þrátt fyrir að hafa lent tveimur mörkum undir seint í leiknum.
Barcelona er komið með með 60 stig og á leik til góða á Real Madrid sem er einnig með 60 stig í öðru sæti.
Staðan var 1:0 í hálfleik fyrir Atletico en Julián Álvarez kom heimamönnum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og Alexander Sörloth kom Atletico í 2:0 á 70. mínútu.
Robert Lewandowski minnkaði muninn í 2:1 tveimur mínútum síðar og Ferran Torres jafnaði metin með skallamarki á 78. mínútu.
Lamine Yamal kom Barcelona yfir á annarri mínútu uppbótartímans og Ferran Torres skoraði fjórða mark liðsins á áttundu mínútu uppbótartímans.