Brynjólfur Darri Willumsson var hetja Groningen í 1:0-sigri liðsins gegn Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Brynjólfur kom inn á 64. mínútu og skoraði sigurmark liðsins á 87. mínútu.
Með sigrinum fer Groningen upp í níunda sæti deildarinnar með 31 stig, einu stigi frá Fortuna Sittard í áttunda sæti.