Elías og Sævar í sigurliðum

Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon. Ljósmynd/Lyngby

Midtjylland sigraði Randers 4:2 í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Danmörku í dag. Liðið er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.

Midtjylland er með 45 stig á toppi deildarinnar en þar á eftir er FC Kaupmannahöfn með 41 stig þegar 22 umferðir eru búnar. Deildinni verður nú skipt upp í efri og neðri hluta.

Elías Rafn Ólafsson var í markinu hjá Midtjylland eins og vanalega.

Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn þegar Lyngby sigraði Nordsjælland 1:0 á heimavelli í dag. Lyngby er í 10. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti.

AGF er í þriðja sæti deildarinnar þrátt fyrir 3:2-tap gegn botnliði Vejle. Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson spilaði allan leikinn fyrir AGF.

Rúnar Alex Rúnarsson var ekki með þegar FC Kaupmannahöfn tapaði 3:2 gegn Viborg á útivelli í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert