Landsliðskonan lagði upp mark

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikur með Leverkusen í láni frá Bayern …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikur með Leverkusen í láni frá Bayern München. Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp mark í dag þegar Bayer Leverkusen vann stórsigur á Werder Bremen, 6:0, í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Karólína kom inn á sem varamaður eftir tæplega klukkutíma leik, þegar staðan var 4:0. Hún lagði fljótlega upp mark fyrir Corneliu Kramer.

Leverkusen er komið með 36 stig í fjórða sæti deildarinnar þegar fimm umferðum er ólokið og er í harðri baráttu um tvö Evrópusæti við Eintracht Frankfurt og Wolfsburg sem bæði eru með 38 stig. Þýskalandsmeistarar Bayern München eru í vænlegri stöðu á toppi deildarinnar með 44 stig  eftir sigur gegn Wolfsburg á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert