Malmö er komið í úrslit sænska bikarsins eftir 3:2-sigur gegn Gautaborg í framlengdum leik í dag.
Staðan var 2:0 fyrir Malmö í hálfleik en Isaac KieseThelin skoraði bæði mörk heimamanna.
Max Fenger minnkaði muninn fyrir Gautaborg á 72. mínútu. Kolbeinn Þórðarson kom inn á fyrir Gautaborg á 81. mínútu og aðeins sex mínútum síðar jafnaði hann metin.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2:2 og þurfti því að grípa til framlengingar. Þar hafði Malmö betur en Oliver Berg skoraði sigurmarkið.
Bæði Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen voru ekki með Malmö í dag.