Ótrúleg endurkoma Leverkusen

Jeremie Frimpong að skora í kvöld.
Jeremie Frimpong að skora í kvöld. AFP/Thomas Kienzle

Bayer Leverkusen átti frábæra endurkomu í 4:3-sigri á Stuttgart í þýsku 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Leverkusen er með 56 stig í öðru sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Bayern Munchen. Stuttgart er í 10. sæti með 37 stig og hefði farið upp í sjötta sæti með sigri.

Stuttgart var 2:0 yfir í byrjun seinni hálfleiks en Jeremie Fripong minnkaði muninn í 2:1. Granit Xhaka skoraði sjálfsmark á 62. mínútu sem kom Stuttgart í 3:1.

Leverkusen tókst svo að jafna metin í 3:3 og Patrik Schick skoraði sigurmark liðsins á fjórðu mínútu uppbótartímans með skallamarki eftir stoðsendingu frá Frimpong.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert