Samherjar landsliðsmarkvarðarins Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur í Inter Mílanó skoruðu tvö sjálfsmörk hjá henni þegar liðið gerði jafntefli, 3:3, við AC Milan í nágrannaslag í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu.
Inter komst þrisvar yfir í leiknum en tvö fyrri jöfnunarmörk AC Milan voru sjálfsmörk hjá tveimur miðjumanna Inter.
Fyrir vikið missti Inter af tveimur mikilvægum stigum og er nú tíu stigum á eftir Juventus í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en á leik til góða. Juventus er með 49 stig, Inter 39 og Roma 38 í þremur efstu sætunum.