Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði 29. umferðar í ítölsku A-deildinni.
Albert skoraði glæsilegt mark í gærkvöld þegar Fiorentina lék Juventus grátt í Flórens og sigraði 3:0 en Albert brunaði þá í átt að vítateig Juventus og skoraði þriðja mark liðsins með föstu skoti.
Hann er á leið til Spánar í dag til móts við íslenska landsliðið sem býr sig þar undir leikina tvo gegn Kósóvó í umspili Þjóðadeildar karla á fimmtudag og sunnudag.
The matchweek 29 team of the week is here 🤩 pic.twitter.com/cm33zVs7s1
— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 17, 2025