Franski knattspyrnumaðurinn Eduardo Camavinga kostar 70 milljónir punda en hann er sagður á óskalista forráðamanna Englandsmeistara Manchester City.
Það er Football Insider sem greinir frá þessu en Camavinga, sem er 22 ára gamall, gekk til liðs við Real Madrid frá Rennes sumarið 2021 fyrir 30 milljónir evra.
Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid á tímabilinu og hefur komið við sögu í fjórtán leikjum liðsins þar sem hann hefur lagt upp tvö mörk.
Alls á hann að baki 173 leiki fyrir félagið en forráðamenn City eru sagðir vilja styrkja miðsvæðið hjá sér í sumar.