María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði sigurmark Linköping þegar liðið vann 1:0-sigur á Malmö í 1. riðli sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.
María Catharina lék allan leikinn fyrir Linköping og skoraði eina mark leiksins þegar innan við ein mínúta var liðin af honum.
Hún var ekki eini Íslendingurinn á skotskónum þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði eina mark Växjö í 2:1-tapi fyrir Svíþjóðarmeisturum Rosengård í sama riðli.
Þegar staðan var 2:0 kom Bryndís Arna inn á í fremstu víglínu á 68. mínútu og skoraði svo tíu mínútum síðar.
Guðrún Arnardóttir var ekki í leikmannahópi Rosengård, en sigurinn þýðir að liðið er komið í undanúrslit sænska bikarsins.