Áfall fyrir Börsunga

Hansi Flick knattspyrnustjóri ásamt Marc Casadó.
Hansi Flick knattspyrnustjóri ásamt Marc Casadó. AFP/Lluis Gene

Spænski knattspyrnumaðurinn Marc Casadó, miðjumaður Barcelona, er að glíma við hnémeiðsli sem munu halda honum frá keppni næstu tvo mánuði.

Casadó, sem er 21 árs, hefur verið í stóru hlutverki hjá Barcelona á tímabilinu þar sem hann hefur spilað 36 leiki í öllum keppnum og skorað eitt mark.

Vegna góðrar frammistöðu var Casadó nýverið valinn í spænska landsliðið, þar sem hann á tvo landsleiki að baki, en hefur nú neyðst til að draga sig úr hópnum.

Samkvæmt tilkynningu Barcelona verður Casadó frá næstu tvo mánuði og gæti því náð endanum á yfirstandandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert