Bayern München með bakið upp við vegg

Melchie Dumonay fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Melchie Dumonay fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum í kvöld. AFP/Alexandra Beier

Bayern München er með bakið upp við vegg eftir tap gegn Lyon, 2:0, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Þýskalandi í kvöld.

Tabitha Chawinga og Melchie Dumornay skoruðu mörk Lyon í sitt hvorum hálfleiknum en Glódís Perla Viggósdóttir lék ekki með Bayern vegna meiðsla.

Síðari leikur liðanna fer fram í Frakklandi á miðvikudaginn kemur en sigurvegarinn úr einvíginu mætir Real Madrid eða Arsenal í undanúrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert