Skoski knattspyrnumaðurinn John McGinn, miðjumaður Aston Villa, segir samherja sinn hjá skoska landsliðinu Lennon Miller þurfa að gæta orða sinna.
Miller, sem er aðeins 18 ára gamall, er í A-landsliðshóp Skotlands í fyrsta sinn fyrir umspilsleiki í Þjóðadeildinni gegn Grikklandi.
„Ég er auðvitað ekki að koma hingað og er besti leikmaðurinn en ég hef trú á því að ég gæti kannski verið besti leikmaðurinn hérna eftir tvo mánuði,“ sagði kokhraustur Miller við fréttamenn er hann var valinn í landsliðið.
„Hann hugsar eflaust með sér: „Af hverju sagði ég þetta?“ En ég sagði sjálfur fullt af heimskulegum hlutum þegar ég var að brjóta mér leið í aðalliðið hjá St. Mirren,“ sagði McGinn á fréttamannafundi í dag.