Real Madrid er með pálmann í höndunum í einvígi sínu gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir fyrri leik liðanna á Spáni í kvöld.
Leiknum lauk með sigri Real Madrid, 2:0, þar sem þeir Linda Caicedo og Athenea del Castillo skoruðu mörk spænska liðsins í sitt hvorum hálfleiknum.
Síðari leikur liðanna fer fram í Lundúnum á miðvikudaginn í næstu viku en sigurvegarinn úr einvíginu mætir annaðhvort Bayern München eða Lyon í undanúrslitum keppninnar.