Verður Modric fertugur hjá Real Madrid?

Luka Modric.
Luka Modric. AFP/Philippe Marcou

Króatíski knattspyrnumaðurinn Luka Modric vill framlengja samning sinn við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madrid.

Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Modric, sem er 39 ára gamall, verður fertugur í september á þessu ári.

Modric gekk til liðs við Real Madrid frá Tottenham sumarið 2012 fyrir 30 milljónir punda en hann hefur verið lykilmaður á Spáni allar götur síðan.

Hann hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari með liðinu, fjórum sinnum Spánarmeistari og tvívegis bikarmeistari. Alls á hann að baki 579 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 43 mörk og lagt upp önnur 93 til viðbótar.

Núgildandi samningur Modric rennur út í sumar en hann framlengdi samning sinn við félagið um eitt ár síðasta sumar eftir miklar vangaveltur um framtíð hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert