Vivianne Miedema var allt í öllu hjá Manchester City þegar liðið tók á móti Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Manchester í kvöld.
Leiknum lauk með 2:0-sigri City en Miedema skoraði bæði mörk City í síðari hálfleik.
Það munar 12 stigum á liðunum í ensku úrvalsdeildinni þar sem Chelsea er í efsta sætinu með 44 stig en City í fjórða sætinu með 32 stig en liðin mætast á nýjan leik í Lundúnum á þriðjudaginn kemur.