Sú yngsta frá upphafi

Mak Whitham í þann mund að koma inn á.
Mak Whitham í þann mund að koma inn á. Ljósmynd/NWSL

Bandaríska knattspyrnukonan Mak Whitham varð um síðustu helgi yngsti leikmaður í sögu bandarísku efstu deildarinnar þegar hún kom inn á sem varamaður í leik NJ/NY Gotham gegn Seattle Reign, aðeins 14 ára, sjö mánaða og tólf daga gömul.

Whitham, sem er sóknarmaður, kom inn á í uppbótartíma leiksins á laugardagskvöld og lauk honum með jafntefli, 1:1.

Áður hafði hún orðið yngsti leikmaður í sögu NWSL-deildarinnar, einnar sterkustu deildar heims í kvennaknattspyrnunni, til að skrifa undir atvinnumannasamning þegar hún samdi við Gotham á síðasta ári, þá aðeins 13 ára gömul.

Samningurinn tók þó ekki gildi fyrr en í byrjun þessa árs vegna reglna deildarinnar og gildir út tímabilið 2028.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert