Heimir fagnaði mikilvægum útisigri

Heimir Hallgrímsson er með Íra í góðri stöðu eftir sigurinn …
Heimir Hallgrímsson er með Íra í góðri stöðu eftir sigurinn í kvöld. Ljosmynd/Írska knattspyrnusambandiö

Heimir Hallgrímsson fagnaði góðum útisigri í kvöld þegar karlalandslið Íra í knattspyrnu, undir hans stjórn, lagði Búlgari á útivelli, 2:1, í umspili Þjóðadeildarinnar.

Þjóðirnar eru í sama umspili og Ísland og Kósóvó, um sæti í B-deildinni, og Írar standa nú vel að vígi fyrir seinni leikinn sem fer fram í Dublin á sunnudaginn.

Írar lentu undir strax á 6. mínútu þegar Marin Petkov skoraði fyrir Búlgara. Finn Azaz jafnaði fyrir Íra á 21. mínútu og rétt fyrir hlé skoraði Matt Doherty og kom Írum í 2:1. Það reyndist vera sigurmarkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert