Lést degi fyrir 19 ára afmælið

AFP/Noel Celis

Kín­verski knatt­spyrnumaður­inn Guo Jiaxuan lést í gær, degi fyr­ir 19 ára af­mælið sitt. Guo varð fyr­ir al­var­leg­um höfuðmeiðslum í leik með U20-ára liði Pek­ing gegn liði Alco­bendas í Madríd á Spáni og var stuttu síðar úr­sk­urðaður heila­dauður á sjúkra­húsi þar í borg.

AFP frétta­veit­an skýr­ir frá því að hann hafi verið í dái og eft­ir að heilsu Guo hrakaði enn frek­ar hafi hann verið flutt­ur með flugi á sjúkra­hús í Pek­ing, þar sem Guo lést í gær­kvöldi.

Fjöl­skylda Guo hef­ur sakað knatt­spyrnu­sam­band Pek­ing um að leyna hana upp­lýs­ing­um og láta far­ast fyr­ir að vera í sam­skipt­um við fjöl­skyld­una.

„Við vilj­um bara sann­leik­ann og rétt­læti,“ skrifaði bróðir hans á sam­fé­lags­miðla fyrr í vik­unni.

Að svo stöddu ligg­ur ekki fyr­ir ná­kvæm­lega hvernig Guo, sem var efni­leg­ur varn­ar­maður, slasaðist svo al­var­lega í knatt­spyrnu­leikn­um sem hann spilaði í Madríd.

Guo var á sín­um tíma á mála hjá þýska stórliðinu Bayern München þar sem hann lék með ung­lingaliðum fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert