Liverpool-maðurinn dregur sig úr landsliðshópnum

Ryan Gravenberch í leik með Liverpool.
Ryan Gravenberch í leik með Liverpool. AFP/Oli Scarff

Ryan Gravenberch, miðjumaður Liverpool, hefur dregið sig úr hollenska landsliðshópnum fyrir leiki liðsins gegn Evrópumeisturum Spánar í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í fótbolta í yfirstandandi landsleikjaglugga.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Hollandi í kvöld en getur Gravenberch ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í úrslitaleik Liverpool gegn Newcastle United í enska deildabikarnum á sunnudag.

Miðjumaðurinn heldur því aftur til Liverpool þar sem hann mun gangast undir frekari skoðanir og meðhöndlun vegna meiðslanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert