Svíi kominn til Framara

Simon Tibbling er kominn í raðir Framara.
Simon Tibbling er kominn í raðir Framara. Ljósmynd/Fram

Sænski knattspyrnumaðurinn Simon Tibbling er genginn til liðs við Framara og leikur með þeim á komandi keppnistímabili.

Tibbling er þrítugur miðjumaður sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Svíþjóð og lék 62 leiki með yngri landsliðum þjóðar sinnar. Þar á meðal var hann í hópi Svía þegar þeir urðu Evrópumeistarar í U21 árs landsliðum árið 2015.

Hann hefur leikið með Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni síðan í ágúst 2022 en þar á undan með Randers í Danmörku, Emmen í Hollandi, Bröndby í Danmörku, Groningen í Hollandi og Djurgården í Svíþjóð en eins og margir knattspyrnumenn frá Stokkhólmi ólst hann upp hjá Brommapojkarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert