Noregur rústaði Moldóvu

Erling Braut Haaland skoraði eitt marka Noregs.
Erling Braut Haaland skoraði eitt marka Noregs. AFP/Jure Makovec

Noregur hafði betur gegn Moldóvu, 5:0, í undankeppni HM karla í knattspyrnu í Moldóvu í kvöld. 

Norðmenn eru þar með komnir með fyrstu þrjú stig sín í I-riðli undankeppninnar. 

Julian Ryerson, Erling Haaland, Thelo Aasgaard, Alexander Sörloth og Aron Dönnum skoruðu mörk Noregs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert