Færeyingar töpuðu mjög naumlega fyrir Tékkum á útivelli í kvöld, 2;1, í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu en leikið var í Hradec Kralove.
Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings, virtist hafa tryggt Víkingum stig þegar hann jafnaði metin á 83. mínútu leiksins, 1:1, en stuttu síðar skoraði Patrik Schick og tryggði Tékkum stigin þrjú.
Í sama riðli vann Svartfjallaland sigur á Gíbraltar, 3:1.
Wales vann Kasakstan, 3:1, þar sem Daniel James, Ben Davies og Rabbi Matondo skoruðu mörkin í Cardiff.