Knattspyrnumaðurinn Anthony Gordon hefur dregið sig úr hóp enska landsliðsins vegna meiðsla.
Gordon, sem leikur með Newcastle, varð fyrir meiðslum í 2:0-sigri Englands gegn Albaníu á föstudaginn í undankeppni HM 2026.
Óvíst er hvort Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, kalli á annan leikmann í stað Gordon en England mætir Lettlandi á morgun.